„Menn héldu að við værum rosaleg illmenni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 10:48 Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. Vísir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, fagnar viðtölum Kastljóss við Eirík Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson í gærkvöldi. Jónas deildi ritstjórastöðu hjá DV með Mikael Torfasyni þegar dagblaðið fjallaði um misnotkun Gísla Hjartarsonar á Ísafirði gagnvart tveimur drengjum á táningsaldri. Gísli tók eigið líf sama dag og DV birti umfjöllun sína. Óhætt er að segja að mikil reiði hafi ríkt í þjóðfélaginu sem að skiptist í tvær fylkingar. „Við týndumst bara, það snerist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn“,“ sagði Hilmar Örn í viðtalinu við Kastljós í gær. Eiríkur og Hilmar sáu hvor sína hliðina á peningnum varðandi fréttaumfjöllun Dv. Hilmar telur að DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína en Eiríkur sagði það engu máli skipta. „Þeir áttu alveg fullan rétt á að skrifa um hann því hann gerði það sem hann gerði,“ sagði Eiríkur í viðtalinu. Aðspurður hvort DV hefði átt að bíða með umfjöllun sína á sínum tíma segir Jónas að menn velti alltaf hlutunum fyrir sér í starfi á fjölmiðlum. „Það er stærri ákvörðun finnst mér að birta ekki en að birta. Ef upplýsingar eru til og þær ekki birtar þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Sá sem að birtir upplýsingar sem eru til, hann er ekki að ákveða neitt. Bara að vinna vinnuna sína. Það er stærri ákvörðun að velja að fólk megi ekki vita eitthvað. Það er partur af þessu þöggunarsamfélagi,“ segir Jónas. Hann telur þöggunarsamfélagið enn fyrir hendi á Íslandi þótt ástandið sé skárra en á tíma Ísafjarðarmálsins.Myndum gera þetta alveg eins í dag „Menn héldu að við værum rosaleg illmenni,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um að rifja upp málið sem varð til þess að Jónas og Mikael sögðu upp störfum sem ritstjórar DV. Hann segir marga stjórnmálamenn til að mynda hafa talað alvarlega af sér. „Stjórnmálamenn voru að fiska atkvæði í gruggugu vatni eins og stjórnmálamenn gerðu svo oft,“ segir Jónas. Hann segir þá Mikael aldrei hafa efast um að DV hefði farið með rétt mál þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna. „Við höfðum legið á þessu um skeið. Við vissum að hann (innsk: Gísli Hjartarson) hafði verið kallaður til yfirheyrslu. Það var engin flökkusaga. Það var staðreynd,“ segir Jónas. Hann bendir á að vandvirkni hafi verið sérstaklega mikil við umfjöllun um málið viðkvæma. „Við vissum að þetta var rétt mál og vönduðum okkur óvenjulega mikið við að skrifa fréttina. Ef þetta kæmi upp í dag myndum við gera þetta alveg eins.“Frelsaðist frá daglegu amstri fréttamennskunnar Jónas lítur á björtu hliðar málsins. Uppsögnin á DV varð til þess að hann hafi getað sinnt öðrum hlutum sem hann hefði annars ekki fengið tækifæri til. Hann hafi verið ritstjóri í fjörutíu ár og það sé nægilega langur ferill í faginu. „Heimurinn missti ekki rosalega mikið þótt mennirnir (innsk: Jónas og Mikael) hættu í starfi. Enda fékk ég tækifæri til þess að sinna öðrum hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Ég fór í háskólakennslu og Mikael fór að skrifa bækur eins og hann hafði gert áður.“ Jónas hefur haft nóg fyrir stafni undanfarin ár. Hann sneri sér að kennslu í blaðamennsku við Háskólann í Reykjavík og í fyrra skrifaði hann bók um fornar þjóðleiðir sem vakti mikla lukku. „Ég hefði aldrei farið út í svona stórt verk meðfram vinnu við fjölmiðil,“ segir Jónas sem vinnur að því í dag að koma kennslufyrirlestrum sínum í blaðamennsku á myndbandsform. „Þessu verður pakkað saman og sett í námskeið á þessu ári. Þetta er feiknalega mikil vinna. Það hefði aldrei orðið af þessu hefði ég ekki frelsast frá daglegu amstri fréttamennskunnar.“Viðtal Kastljóss við Eirík og Hilmar má sjá hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: "Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn" Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. 22. janúar 2013 20:31