Sigga Heimis bæjarlistamaður Seltjarnarness Ellý Ármanns skrifar 26. janúar 2013 17:30 Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag. Skroll-Lífið Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Sigga Heimis (Sigríður Heimisdóttir) hönnuður var í dag tilnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness, en hún er sautjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina. Nýkrýndur bæjarlistamaður sér tækifæri fyrir bæjarbúa með nafnbótinni og hyggst miðla af þekkingu sinni og reynslu fyrir samfélagið í heild sinni og einnig í samstarfi við skóla og félagsstarf aldraðra á Seltjarnarnesi.Sigga Heimis er borin og barnfæddur Seltirningur. Hún útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu og er með meistaragráðu frá Domus Academy í sömu borg. Hún hefur starfað við hönnun í 18 ár, lengst af hjá húsgagnarisanum IKEA í Svíþjóð en einnig sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen í Danmörku. Síðastliðin 3 ár hefur Sigga rekið eigin teiknistofu en það gerði hún einnig árin 1994-2000 áður en hún hóf störf hjá IKEA. Hún hefur unnið fyrir Vitra hönnunarsafnið í Þýskalandi, Corning glerlistasafnið í New York og tekið þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum framleiðendum.Sigga hefur einbeitt sér að fjöldaframleiddri hönnun, en í dag liggja eftir hana á fjórða hundrað vörutegunda. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra við ólíka háskóla víða um heim og haft yfirumsjón með samstarfi IKEA við hönnunarskóla í fjölmörgum löndum. Þá hefur Sigga haldið hönnunarnámskeið fyrir fjölda nemenda hérlendis sem erlendis.Síðustu ár hefur hönnun Siggu beinst meira að félagslegri ábyrgð þar sem sjónum er beint að tilgreindu hagsmunamáli. Stærasta verkefni hennar á því sviði eru glerlistaverk af líffærum manna, en tilgangurinn með þeim er að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa.Af þessu tilefni mun menningarsvið Seltjarnarness efna til sýningar þar sem lögð er áhersla á fjölskrúðuga ljósahönnun Siggu í sýningarsalnum Eiðisskeri, en sýningin verður opnuð á Safnanótt 8. febrúar næstkomandi.Skoða fleiri myndir hér sem teknar voru við tilnefninguna í dag.
Skroll-Lífið Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira