NFL: Ótrúlegur sigur Baltimore í Denver | Kaepernick kláraði Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2013 11:38 Ray Lewis og Peyton Manning heilsast eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00. NFL Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00.
NFL Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira