Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki og Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór venju samkvæmt í gær.
Kári Steinn hafði töluverða yfirburði í hlaupinu en hann kom í mark á tímanum 32:48 mínútum. Næstur á eftir honum var Ingvar Hjartarson úr Fjölni á 34:47 mínútum en Tómas Zoöga Geirsson úr ÍR varð þriðji á 35:14 mínútum.
Arndís Ýr kom í mark á tímanum 41:02 mínútum og var rúmri hálfri mínútu á undan Ebbu Særúnu Brynjarsdóttur, úr Hlaupahópi FH/3SH, sem kom í mark á 41:36 mínútum.
Heildarúrslit úr hlaupinu má sjá hér.
Kári Steinn og Arndís komu fyrst í mark
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn