NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:30 Mynd/AP Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust. NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust.
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira