Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í leik Lorient og Chauray í franska bikarnum um helgina. Áhorfandi hleypur þá inn á völlinn til að fagna marki sinna manna. Hann er þó pollrólegur og hleypur aftur af velli eftir að hafa klappað mönnum aðeins á bakið.
Þá kemur öryggisvörður á siglingunni inn á völlinn. Áhorfandinn tekur á sprett í kjölfarið.
Öryggisvörðurinn er að flýta sér aðeins of mikið er hann stekkur yfir auglýsingaskiltin og hreinlega steinliggur.