Vildirðu láta opna bréfin þín? Ögmundur Jónasson skrifar 25. júní 2013 00:01 Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun