Rússar svara með ættleiðingarbanni gudsteinn@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 01:00 Rússneska þingið Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira