Jólabón til Jóns Gnarr 19. desember 2012 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun