Lokasenna að Landsbankamáli Sverrir Hermannsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Þótt langt sé um liðið síðan síðara Landsbankafarganið reið yfir, býsnaveturinn 1998, er það fyrst um þessar mundir að öll kurl þess eru komin til grafar, svo öruggt megi telja. Rætur sínar á málið að rekja til þeirra stjórnarhátta, sem þá voru við lýði á Íslandi undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins, í höndum mestu óhappamanna í íslenzkri pólitík fyrr og síðar, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar – og er þá langt til jafnað. Ekki er enn bitið úr nálinni með þau afglöp, sem þá voru unnin og hæst bar í hinu ofboðslega hruni sem varð á Íslandi 2008. Orsakir þess hversu hrunið varð örlagaríkt var hin gagngera ný-frjálshyggja stjórnvalda og birtist fyrst og fremst í einkavæðingu stofnana; einkum og sér í lagi bankanna. Bankarnir komust í eigu hlutafélaga og hluthafarnir tóku til við að stjórna þeim fyrir sig og sín fyrirtæki með svo hrapallegum hætti, og hlaut á skömmum tíma að leiða til gjaldþrots þeirra. Hundruð milljarða króna voru lánuð sýndarfélögum án frambærilegra veða, sem síðan urðu fjármálastofnunum að fótakefli, þegar kreppan skall á. Þessi upprifjun er aðeins gerð til að vekja athygli á að Landsbankamálið 1998 var ekkert annað en lítill angi af þeirri ráðabreytni stjórnvalda, sem kollsigldi fjármálakerfi þjóðarinnar. Víti til varnaðar Fjármálakreppa hefir löngum riðið íslenzkum stjórnmálaflokkum á slig. Það var því ekki að undra þótt þáverandi ríkisstjórnarflokkar teldu sig koma hnífi sínum í feitt með því að ráðstafa vinum og vandamönnum ríkisbönkunum, með vinnubrögðum sem ekki mega fyrnast, og verða til eftirbreytni. Fyrir því m.a. eru þessar línur settar á blað ef þær kynnu að verða ráðamönnum víti til varnaðar. Vegna hlutafjárvæðingar ríkisbankanna, Búnaðarbanka og Landsbanka, var undirstöðuatriði af hálfu ríkisstjórnarflokkanna að til forystu í bönkunum veldust ráðþægir menn. Menn, sem gerðu sér fulla grein fyrir hvað til þeirra friðar heyrði. Menn, sem kynnu að þjóna ný-frjálshyggjunni til hins ítrasta í fullvissu þess að geta makað eigin krók í leiðinni. Þeim í Valhöll var af biturri reynslu ljóst að Sverrir Hermannsson var ekki einn þeirra manna, sem þeir gætu treyst á til slíkra athafna. Hann hafði áður sýnt berlega hversu óráðþægur hann var, og það í máli, sem forsætisráðherrann bar sjálfur svo mjög fyrir brjósti. Sú saga var upplýst fyrir margt löngu, enda þótt ekki væri af völdum þess, sem hér heldur á penna, þótt viðkomandi trúi uppspuna kollega í því sambandi. Nauðsyn ber samt til að hún verði rifjuð upp í sem stytztu máli, þótt hún í hina röndina sýni bezt hversu leiðitamur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins var og auvirðileg senditík formanns flokksins. Bankavöldin Davíð Oddsson sendi nefnilega Kjartan Gunnarsson á fund bankastjóra Landsbankans, Sverris Hermannssonar, í þeim erindum að biðja bankastjórann um að gera Styrmi ritstjóra Gunnarsson gjaldþrota og ræna hann með því mannorðinu. Allt var það af þeim rótum runnið að Davíð þótti ritstjórinn taka óþarflega mikið undir málstað Jóns Baldvins Hannibalssonar á síðum Morgunblaðsins. Frekar um þann málatilbúnað geta menn fræðst við lestur nafnlauss bréfs, sem Kjartan Gunnarsson reit Matthíasi Johannessen ritstjóra og birzt hefir á prenti. Frá upphafi ráðagerða um einkavæðingu Landsbankans var það eindregið áhugamál framsóknarmanna að ná undirtökum í Landsbankanum, sem enn betur kom á daginn í átökum síðar um bankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka. Mun einkum hafa ráðið för að Landsbankinn var miklu öflugri banki um gjörvalla landsbyggðina, þar sem Framsókn hafði frá upphafi hreiðrað um sig í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar og kosningalaga. Er sú ósvinna að vísu enn við lýði, þar sem þéttbýlisbúar í höfuðborginni og nágrenni hafa aðeins hálfan kosningarétt á borð við aðra íbúa landsins. Að ekki sé í þessu sambandi minnzt á bankavöldin í þáverandi kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Í Landsbankanum voru aðstæður þannig vaxnar að heilsu Björgvins Vilmundarsonar fór mjög hrakandi og óttuðust menn mjög að brátt liði að tveimur og einum fyrir honum. Enda fór Kjartan Gunnarsson að skæla þegar hann heimsótti Björgvin á sjúkrabeð í þeim klíðum. Er sagt að valnum verði þetta á fyrir kærleika sakir, þegar hann hefir étið sig að hjarta rjúpunnar. Um Sverri Hermannsson gilti að Davíð formaður þurfti að hefna harma sinna á honum vegna Styrmismála. Formaður bankaráðs var þá Helgi Guðmundsson og varaformaður Kjartan Gunnarsson, sem vann öll þau óþrifaverk, sem Davíð formaður fól honum, og gekk þó nauðugur til verka á stundum. Bar það enda greinilega með sér, þegar hann kom með Styrmis-aftökuna á sínum tíma. Aðrir nýir í bankaráðinu voru þeir Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson, sem hjálpuðu til við sölu VÍS-bréfanna til Framsóknar. Undir þessum kringumstæðum þótti klíkumönnum Framsóknar kostgæft að búast um rammlega í Landsbankamálum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar bankans. Og hefir í ýmsu fleiru sýnt sig að Framsókn var ekki alltaf mjög vönd að meðulum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar, né hann sjálfur án þess að erfð hans á Höfn í Hornafirði sé nefnd til hlutanna að sinni. Greinin er fyrri grein af tveimur um Landsbankamálið.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar