Harmleikur í Kansas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 07:00 Það síðasta sem Belcher gerði áður en hann svipti sig lífi var að þakka þjálfaranum sínum fyrir tækifærið. nordicphotos/getty Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira