Vernd barna óháð landamærum Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið sumar voru gerðar breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Breytingarnar létu ekki mikið yfir sér en fólu í sér þýðingarmikið skref í alþjóðlegri baráttu gegn ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal var gerð sú breyting að mögulegt er að sækja til saka íslenskan ríkisborgara eða einstakling sem býr hér á landi fyrir brot gegn barni utan landsteinanna, óháð því hvort brotið sætir refsingu í því landi sem það er framið.En hvað þýðir þetta í reynd? Ímyndum okkur íslenskan mann sem ferðast til Kambódíu og kaupir þar vændi af barni. Löggæsluyfirvöld í Kambódíu eru máttlaus þegar kemur að því að takast á við vændi, mansal og misnotkun á börnum og konum en allt er þetta afar útbreitt í landinu. Landlæg spilling er meðal orsaka. Íslendingurinn þarf fyrir vikið í engu að óttast að vera sóttur til saka fyrir brot sitt. Í versta falli gæti hann greitt lögreglunni smáaura og verið laus allra mála. Glæpur hans felur hins vegar í sér brot á alþjóðlegum sáttmálum um réttindi barna, jafnt sem íslenskum lögum og á þeim grunni getur hann átt yfir höfði sér lögreglurannsókn á Íslandi, komist íslensk lögregluyfirvöld á snoðir um glæpinn. Þessi löggjöf er ekki gripin úr lausu lofti. Hún er liður í fullgildingu Íslands á Sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Sáttmálinn, sem er kenndur við Lanzarote á Spáni, kveður sérstaklega á um að ríki skuli vera með skýra löggjöf í þessum efnum og efna til rannsókna og saksókna eftir því sem kostur er.Taka sjálfir myndir Á ráðstefnu Evrópuráðsins og ítalskra stjórnvalda í Rómarborg á dögunum var þetta sérstaklega rætt og því velt upp að hvaða marki þessi þáttur sáttmálans hefði gagnast. Ekki hefur oft verið sakfellt á þessum grunni í Evrópu en þó eru nokkur dæmi um slíkt. Áþreifanlegustu sönnunargögnin eru þegar menn taka sjálfir myndir af verknaðinum og hafa þær í fórum sínum. Í slíkum tilfellum er mögulegt að sakfella menn jafnvel þótt brotaþolinn – eða brotaþolarnir eins og oft vill vera í málum sem þessum – finnist ekki. Þá eru þess dæmi að brotaþolum hafi, ásamt nánustu fjölskyldu, verið flogið til Evrópu til að bera vitni fyrir dómi og hafa slík mál leitt til sakfellinga. Annað dæmi gæti verið að foreldrar sem búa á Íslandi ferðast til Kongó með dóttur sína og láta skera kynfæri hennar burt (stundum kallað umskurður en réttara væri að nota orðið afskurður eða limlesting á kynfærum). Í slíku máli mætti saksækja foreldrana á Íslandi, jafnvel þótt afskurður sé ekki saknæmur í Kongó. Ákvæði þessa efnis hafa verið inni í íslenskum hegningarlögum frá árinu 2005.Algild réttindi barna Á Íslandi hafa engin mál af þessum toga komið til kasta dómstóla. Hins vegar er líklegt að Íslendingar séu einnig í hópi þess fjölda sem ferðast til landa þar sem réttarvernd barna er takmörkuð gagngert til að beita börn ofbeldi. Með löggjöfinni eru send skýr skilaboð: Réttur barna er algildur, ekki afstæður, og okkur ber að vernda börn gegn grófu ofbeldi, sama hvar þau búa og hvaða vernd þeirra eigin stjórnvöld geta veitt. Á Rómarráðstefnunni voru ríki Evrópu hvött til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja þessum lögum og hrinda þeim í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum. Fá verkefni eru jafn aðkallandi og að stöðva ofbeldi og illa meðferð á börnum. Til þess þurfum við að horfa á óræktina í eigin garði en að sama skapi að láta órækt í öðrum görðum aldrei afskiptalausa. Þetta verkefni er á ábyrgð okkar allra.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun