Er ofbeldi lærð hegðun? Una María Óskarsdóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli standi á því að sumir beita ofbeldi en aðrir ekki? Við þessari spurningu eru líklega mörg svör og sitt sýnist hverjum. Þegar Gummi litli fæddist þá átti hann margt ólært. Hann fæddist með margvíslega eiginleika sem gerðu hann hæfan til að lifa, en umhverfið mótar einnig getu hans og viðhorf og hefur þannig áhrif á hvernig Gummi hegðar sér í framtíðinni. Hvernig lærir Gummi að hegða sér? Hvernig lærir hann hvað má og hvað má ekki gera? Hvernig lærir Gummi að barsmíðar og svívirðingar eru hegðun sem er eðlileg eða hegðun sem er óeðlileg? Kenningin um félagslegt nám leggur áherslu á að atferli og hegðun fólks mótist af áreitum í umhverfinu og því hvernig viðbrögð hegðunin fær. Hér eru það fyrirmyndir á heimilum, í vinahópnum, úr sjónvarpinu, bíómyndum, fjölmiðlum og á internetinu sem skipa stóran sess. Þetta þýðir að ef Gummi litli horfir á og upplifir að foreldri hans lemur t.d. hitt foreldrið eða hann sjálfan vegna einhverra orða eða hegðunar þá eru líkur til þess að Gummi læri hegðunina og beiti henni sjálfur síðar. Hann getur sem sé lært að leysa vandamál í samskiptum með ofbeldi, líkamlegu eða andlegu. Hann getur lært að ná sínu fram með ofbeldi.Áhyggjuefni Það er áhyggjuefni ef fyrirmyndir barna og unglinga eru ofbeldishetjur úr fjölmiðlum, bíómyndum og af internetinu. Enn verra er þó ef fyrirmyndir ofbeldisins eru í nærumhverfi barnanna, á heimilinu eða í vinahópnum. Ef framtíðin leiðir í ljós að Gummi, sem ólst upp við ofbeldi, er sjálfur ofbeldishneigður eru honum þó sem betur fer nokkrir vegir færir. Hann getur lært að stjórna hegðun sinni, beina neikvæðum tilfinningum og mótlæti í jákvæðan farveg. Tileinka sér jákvæðari skýringarstíl og nota orð – tala – í stað þess að lemja. Það getur verið erfitt að venja sig á nýja hegðun ef það að nota hnefann er vanabundin hegðun við geðshræringu. En það er hægt að venja sig á nýja hugsun og nýja hegðun. Það er hægt að telja upp að hundrað og ákveða svo hvernig bregðast skuli við.Ekki gefa röng skilaboð Við uppeldi á börnum skiptir miklu máli að ofbeldishegðun njóti ekki jákvæðrar athygli, þannig að barn upplifi að hegðunin sé rétt. T.d. þegar krakkar lenda í slagsmálum þá má uppalandinn ekki segja: Þú ert sko karl í krapinu að ná þér niður á þessu fífli! Það er mikilvægt að gefa ekki röng skilaboð, styrkja ekki ofbeldishegðun eða ofbeldistal og byrja snemma að beita leiðandi uppeldisháttum þar sem hvatning og jákvæð styrking skipta miklu máli. Gott uppeldi getur stuðlað að bættum samskiptum og fækkun ofbeldisverka. Ofbeldi er lærð hegðun.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun