Sækjum fram Halldór Árnason skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun