Kynsjúkdómahugvekja Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þótt margt hafi áunnist í baráttunni gegn HIV þarf enn að halda vöku sinni. Enn í dag er meginforvörnin gegn kynsjúkdómasmiti að huga að eigin kynhegðun og að stunda ekki óvarið kynlíf. Hvernig gengur? Föllum við í gildrur á leiðinni?Aðrir passa upp á mig Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.Við vitum hverjum er treystandi Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.Fer bara á kúr Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.Aðrir smitast, ekki ég Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm. Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun