
Kynsjúkdómahugvekja
Aðrir passa upp á mig
Ein gildran sem sumir falla í er að halda að fólk með kynsjúkdóma stundi ekki kynlíf eða að það passi sig upp til hópa á því að smita ekki okkur hin. Hvað segir það okkur þá þegar um 2.000 Íslendingar greinast með klamydíu ár hvert og eiga því Norðurlandamet? Hvernig má þetta vera? Kynsjúkdómar eru auðsmitanlegir og berast greiðlega á milli fólks þegar tvær slímhúðir mætast og önnur þeirra er sýkt. Þegar við stundum kynmök með einhverjum sem við þekkjum ekki vel, erum við í reynd að sofa hjá þeim sem bólfélagi okkar hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, í heildina kannski hundruð manna. Það er líklegt að einhver þeirra hafi haft kynsjúkdóm sem berst áfram. Hin háa tíðni kynsjúkdóma segir okkur að passa upp á okkur sjálf í kynlífi í stað þess að láta aðra gera það.
Við vitum hverjum er treystandi
Margir telja að þeir finni það á sér hvort þeir geti treyst öðrum og geti því metið hvort aðrir séu með kynsjúkdóm eða ekki. Þetta er ein algengasta gildran sem fólk lendir í. Hafi fólk einkenni eins og útferð, sviða, verki og sár á kynfærum er líklegt að fólk passi sig. En margir kynsjúkdómar eru einkennalausir. Sumir stunda því óvarið kynlíf í góðri trú um að allt sé í lagi. Fólk sem lítur vel út, er traust og gott, getur því verið algjörlega grandalaust um að það smiti aðra. Þessi trú okkar á að geta séð það strax hvort annarri manneskju sé treystandi í kynlífi, án þess að þekkja hana þeim mun betur, er líklegast ein meginástæða þess að kynsjúkdómar smitast svona auðveldlega milli fólks. Vilji maður vera ábyrgur og forðast smitun, verður alltaf að nota smokkinn og á réttan hátt. Rifni smokkurinn þarf að fara í kynsjúkdómaskoðun, t.d. á heilsugæslustöðina eða á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Kynsjúkdómar eru lúmskir og fara ekki í manngreinarálit.
Fer bara á kúr
Sumir telja að fái maður kynsjúkdóm geti maður bara farið á lyfjakúr og málið er leyst! Sá galli er á að sumir kynsjúkdómar fylgja manni alla ævi. Viljum við það ef við eigum val? Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum, t.d. HIV, kynfæravörtur og herpes, fara aldrei úr líkamanum og við þurfum að læra að lifa með þeim. Aðra kynsjúkdóma eins og klamydíu og lekanda má lækna með lyfjum. Temji maður sér aftur á móti ekki ábyrgt kynlíf er hægt að fá þá sjúkdóma aftur og aftur. Einnig geta kynsjúkdómar valdið miklu tjóni gangi maður lengi með þá án meðferðar. Sem dæmi geta klamydía og lekandi valdið ófrjósemi. HIV getur verið lífshættulegur sjúkdómur komist maður ekki fljótt á lyf. Smit af völdum kynsjúkdóms getur því þýtt ævilangt ferli án nokkurrar galdralausnar.
Aðrir smitast, ekki ég
Einhverjir telja sig örugga því „aðeins einhverjir aðrir eins og samkynhneigðir geta smitast". Því miður er þetta mikil einföldun. Smitunarhætta veltur mest á því hvort stundað er óvarið kynlíf með einhverjum sem þú þekkir lítið og þá skiptir kynhneigð, aldur og kyn engu máli. Raunar eru flestir sem eru með kynsjúkdóm gagnkynhneigðir, t.a.m. langstærsti hluti þeirra sem eru með klamydíu. Jafnframt eru um 75% smitaðra ungt fólk á aldrinum 15–25 ára. Eldra fólk telur sig oft í minni smithættu en það sem yngra er en kynhegðunin skipti mestu. Það er jafnframt líkamlega viðkvæmara fyrir smiti en yngra fólk og ekki eins tamt að nota smokk. Í fyrra greindust t.d. nokkrir ellilífeyrisþegar með HIV-smit. Bæði kynin smitast í jafn miklum mæli þótt konur greinist gjarnan oftar með kynsjúkdóm því þær fara í ríkara mæli í kynsjúkdómaskoðun. Hættum að álykta að öllum öðrum sé hættara við smiti en okkur sjálfum og lítum í eigin barm.
Viljum við forðast að smitast og að smita aðra af kynsjúkdómi er gott að vera upplýstur og hafa kjark til að breyta eigin kynhegðun. Spyrja spurninga: Gerir áfengið/vímuefnið mig kærulausari? Hvað með notkun smokksins? Kynsjúkdómaskoðun? Ef við viljum þá getum við.
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar