Sátt um sjúkrahús? Torfi Hjartarson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.Tillaga um stóran kjarna Byggt er á verðlaunatillögu úr samkeppni. Gert er ráð fyrir að sjúkrahús og ýmis tengd starfsemi sé í nokkrum byggingum í því skyni að fella skipulag að byggð í nágrenninu og töluvert er dregið úr umfangi eldri hugmynda. Engu að síður er í fyrri áfanga skipulagsins mikill þungi uppbyggingar á svæðinu suðvestanverðu, næst Barónsstíg, Einarsgarði og nýrri Hringbraut. Þar er Hringbrautin gamla látin víkja fyrir gríðarstórum meðferðar- eða bráðakjarna sunnan við barnaspítalabygginguna sem þarna var reist fyrir nokkrum árum. Kjarninn er á við húsakynni IKEA að lengd og breidd og miklu hærri, það er leitun að öðru eins stórhýsi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Austar á lóðinni, nær mislægum gatnamótum og Snorrabraut, er uppbygging lítil þar til í síðari áfanga sem enginn veit hvenær verður né í hvaða mynd þó að fyrir liggi hugmyndir hönnunarhópsins um þann áfanga líka. Við Eiríksgötu er uppbygging lítil og efst á gömlu spítalalóðinni, ofan við svonefnda K-byggingu, er ekki gert ráð fyrir byggingum.Togstreita um tilhögun og umfang Skipulagsráð fjallaði á sínum tíma um forsendur hugmyndasamkeppninnar áður en hún fór fram. Ráðið kallaði þá þegar eftir meiri áherslu á lóðina austanverða og benti á að nýta mætti rými og uppbyggingarmöguleika norðan gömlu Hringbrautar í nágrenni við eldri byggingar. Því miður tóku keppendur lítið mið af þessu heldur lögðu sig fram um að mæta hugmyndum um mikla uppbyggingu sunnan gömlu Hringbrautar og sem allra nánust tengsl bráðakjarna við húsakynni barnaspítala og kvennadeildar. Jafnframt var farið að ósk sjúkrahússins um gríðarstóran kjarna til að tryggja öryggi og hámarka hagræðingu í rekstri. Umfang kjarnans ber umhverfið ofurliði en hönnunarhópurinn hefur ekki viljað breyta sínum áherslum og í raun gengið í öfuga átt. Í stað þess að draga úr umfanginu var krafist hækkunar á húsinu um eina hæð til að geta betur komið þar fyrir tæknibúnaði. Samkomulag náðist um að borgin fengi tækifæri til uppbyggingar á lóðum vestan Barónsstígs (reit Umferðarmiðstöðvar BSÍ) og næst nýrri Hringbraut auk þess sem farið verður í einhverja samvinnu um þróunarmöguleika á spítalasvæðinu austanverðu. Samt hefur hugmyndum um sjálfa kjarnabygginguna og meginþunga uppbyggingar nær ekkert verið hnikað. Þessu hefur almenningur nú harðlega mótmælt í lögbundnu umsagnarferli.Undarleg þversögn Í ofangreindu ferli felst undarleg þversögn. Á sama tíma og ráðið og borgarbúar allir hafa haft skipulagshugmyndir hönnunarhópsins til umfjöllunar og lýst margvíslegum áhyggjum af hugmyndunum hafa hönnuðir setið við forhönnun bygginga sem enginn veit hvort hljóta samþykki ráðsins. Meira en átta hundrað athugasemdir hafa borist skipulagsráði og staðfesta þótt seint sé að áhyggjur ráðsins af umfangsmiklum byggingum eru á rökum reistar. Á móti standa skipulagshugmyndir SPITAL-hópsins og öll sú forhönnunarvinna sem þegar hefur farið fram. Pólitískt umhverfi er svo með þeim hætti að allar ákvarðanir verða vandasamar, hart er sótt að dugandi ríkisstjórn, brýnt er að byggja nýjan spítala, þarfir atvinnulífsins fyrir auknar framkvæmdir eru öllum kunnar, þjóðin vill öfluga heilbrigðisþjónustu en býr við takmörkuð fjárráð. Og svo eru margir sem enn andmæla sjúkrahúsi á þessum stað, vilja henda dæminu öllu upp í loft og leita annað með uppbygginguna.Afstaða í skipulagsráði Sá sem hér skrifar og situr í skipulagsráði fyrir hönd Vinstri-grænna er ekki í síðastnefnda hópnum, þeim sem helst vill nýjan spítala á öðrum stað. Þvert á móti finnst mér eins og fleirum í mínum flokki brýnt að sjá nýjar spítalabyggingar rísa við Hringbraut. Ég hef aftur á móti alltaf ætlast til þess og talað fyrir því á fundum ráðsins að ráðið knýi fram breytingar á kjarnabyggingunni, hún sé einfaldlega of stór og hvíli of nærri smágerðri byggð við Barónsstíg. Ég hef eins og fleiri bent á möguleika austar á svæðinu og ítrekað dregið fram mikilvægi Snorrabrautar í borgarskipulaginu, líka þegar byggt verður upp í Vatnsmýri. Þá götu þarf að styðja betur en gert er í fyrirliggjandi tillögum. Ég hef spurt hvort ekki megi endurskoða þótt ekki væri nema eitthvað af þeirri starfsemi sem koma á fyrir í kjarnanum, draga úr umfanginu eða færa í aðrar byggingar, hvort ekki megi rýma betur til austan við gömlu spítalabygginguna og byggja upp þar eða færa til rannsóknarhús sunnan kjarnans og koma hluta hans fyrir þar. Svörin eru öll á eina leið, rætt hafi verið við hönnunarhópinn og kjarnanum verði ekki haggað, það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi! Samt er hann of stór, samt liggja fyrir næstum þúsund athugasemdir sem flestar ganga í eina átt, byggingarmagnið er of mikið, spítalinn og kjarninn sérstaklega er of frekur í umhverfi sínu ef ekki verða gerðar á honum breytingar.Ekki tjaldað til einnar nætur Þetta er staðan og nú er að hrökkva eða stökkva fyrir skipulagsráð, að samþykkja tillögur SPITAL-hópsins eða hafna þeim eins og þær liggja fyrir. Ég skora á ráðið og borgaryfirvöld að bregðast vel við réttmætum athugasemdum almennings og láta gera nauðsynlegar breytingar sem leitt geta til samfélagslegrar sáttar um þetta brýna og þýðingarmikla verkefni. Sú vinna þarf að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni, þjóðhagslega hagkvæmni til lengri tíma litið og gæði í borgarskipulagi að leiðarljósi. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.Tillaga um stóran kjarna Byggt er á verðlaunatillögu úr samkeppni. Gert er ráð fyrir að sjúkrahús og ýmis tengd starfsemi sé í nokkrum byggingum í því skyni að fella skipulag að byggð í nágrenninu og töluvert er dregið úr umfangi eldri hugmynda. Engu að síður er í fyrri áfanga skipulagsins mikill þungi uppbyggingar á svæðinu suðvestanverðu, næst Barónsstíg, Einarsgarði og nýrri Hringbraut. Þar er Hringbrautin gamla látin víkja fyrir gríðarstórum meðferðar- eða bráðakjarna sunnan við barnaspítalabygginguna sem þarna var reist fyrir nokkrum árum. Kjarninn er á við húsakynni IKEA að lengd og breidd og miklu hærri, það er leitun að öðru eins stórhýsi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Austar á lóðinni, nær mislægum gatnamótum og Snorrabraut, er uppbygging lítil þar til í síðari áfanga sem enginn veit hvenær verður né í hvaða mynd þó að fyrir liggi hugmyndir hönnunarhópsins um þann áfanga líka. Við Eiríksgötu er uppbygging lítil og efst á gömlu spítalalóðinni, ofan við svonefnda K-byggingu, er ekki gert ráð fyrir byggingum.Togstreita um tilhögun og umfang Skipulagsráð fjallaði á sínum tíma um forsendur hugmyndasamkeppninnar áður en hún fór fram. Ráðið kallaði þá þegar eftir meiri áherslu á lóðina austanverða og benti á að nýta mætti rými og uppbyggingarmöguleika norðan gömlu Hringbrautar í nágrenni við eldri byggingar. Því miður tóku keppendur lítið mið af þessu heldur lögðu sig fram um að mæta hugmyndum um mikla uppbyggingu sunnan gömlu Hringbrautar og sem allra nánust tengsl bráðakjarna við húsakynni barnaspítala og kvennadeildar. Jafnframt var farið að ósk sjúkrahússins um gríðarstóran kjarna til að tryggja öryggi og hámarka hagræðingu í rekstri. Umfang kjarnans ber umhverfið ofurliði en hönnunarhópurinn hefur ekki viljað breyta sínum áherslum og í raun gengið í öfuga átt. Í stað þess að draga úr umfanginu var krafist hækkunar á húsinu um eina hæð til að geta betur komið þar fyrir tæknibúnaði. Samkomulag náðist um að borgin fengi tækifæri til uppbyggingar á lóðum vestan Barónsstígs (reit Umferðarmiðstöðvar BSÍ) og næst nýrri Hringbraut auk þess sem farið verður í einhverja samvinnu um þróunarmöguleika á spítalasvæðinu austanverðu. Samt hefur hugmyndum um sjálfa kjarnabygginguna og meginþunga uppbyggingar nær ekkert verið hnikað. Þessu hefur almenningur nú harðlega mótmælt í lögbundnu umsagnarferli.Undarleg þversögn Í ofangreindu ferli felst undarleg þversögn. Á sama tíma og ráðið og borgarbúar allir hafa haft skipulagshugmyndir hönnunarhópsins til umfjöllunar og lýst margvíslegum áhyggjum af hugmyndunum hafa hönnuðir setið við forhönnun bygginga sem enginn veit hvort hljóta samþykki ráðsins. Meira en átta hundrað athugasemdir hafa borist skipulagsráði og staðfesta þótt seint sé að áhyggjur ráðsins af umfangsmiklum byggingum eru á rökum reistar. Á móti standa skipulagshugmyndir SPITAL-hópsins og öll sú forhönnunarvinna sem þegar hefur farið fram. Pólitískt umhverfi er svo með þeim hætti að allar ákvarðanir verða vandasamar, hart er sótt að dugandi ríkisstjórn, brýnt er að byggja nýjan spítala, þarfir atvinnulífsins fyrir auknar framkvæmdir eru öllum kunnar, þjóðin vill öfluga heilbrigðisþjónustu en býr við takmörkuð fjárráð. Og svo eru margir sem enn andmæla sjúkrahúsi á þessum stað, vilja henda dæminu öllu upp í loft og leita annað með uppbygginguna.Afstaða í skipulagsráði Sá sem hér skrifar og situr í skipulagsráði fyrir hönd Vinstri-grænna er ekki í síðastnefnda hópnum, þeim sem helst vill nýjan spítala á öðrum stað. Þvert á móti finnst mér eins og fleirum í mínum flokki brýnt að sjá nýjar spítalabyggingar rísa við Hringbraut. Ég hef aftur á móti alltaf ætlast til þess og talað fyrir því á fundum ráðsins að ráðið knýi fram breytingar á kjarnabyggingunni, hún sé einfaldlega of stór og hvíli of nærri smágerðri byggð við Barónsstíg. Ég hef eins og fleiri bent á möguleika austar á svæðinu og ítrekað dregið fram mikilvægi Snorrabrautar í borgarskipulaginu, líka þegar byggt verður upp í Vatnsmýri. Þá götu þarf að styðja betur en gert er í fyrirliggjandi tillögum. Ég hef spurt hvort ekki megi endurskoða þótt ekki væri nema eitthvað af þeirri starfsemi sem koma á fyrir í kjarnanum, draga úr umfanginu eða færa í aðrar byggingar, hvort ekki megi rýma betur til austan við gömlu spítalabygginguna og byggja upp þar eða færa til rannsóknarhús sunnan kjarnans og koma hluta hans fyrir þar. Svörin eru öll á eina leið, rætt hafi verið við hönnunarhópinn og kjarnanum verði ekki haggað, það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi! Samt er hann of stór, samt liggja fyrir næstum þúsund athugasemdir sem flestar ganga í eina átt, byggingarmagnið er of mikið, spítalinn og kjarninn sérstaklega er of frekur í umhverfi sínu ef ekki verða gerðar á honum breytingar.Ekki tjaldað til einnar nætur Þetta er staðan og nú er að hrökkva eða stökkva fyrir skipulagsráð, að samþykkja tillögur SPITAL-hópsins eða hafna þeim eins og þær liggja fyrir. Ég skora á ráðið og borgaryfirvöld að bregðast vel við réttmætum athugasemdum almennings og láta gera nauðsynlegar breytingar sem leitt geta til samfélagslegrar sáttar um þetta brýna og þýðingarmikla verkefni. Sú vinna þarf að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni, þjóðhagslega hagkvæmni til lengri tíma litið og gæði í borgarskipulagi að leiðarljósi. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun