Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun