Ástæðulaust að óttast Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á næstunni er að vænta niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu. Flestir muna þann gegndarlausa hræðsluáróður sem rekinn var fyrir undirritun Icesave-samninganna og átti ekki við nein haldbær rök að styðjast. Þrátt fyrir þann áróður gaf íslenska þjóðin skýr skilaboð í málinu í tvígang. Nú þegar niðurstaða er á næsta leiti er farið að bera á sams konar orðræðu. Í fréttum birtast tilvitnanir úr skýrslum frá AGS og lánshæfismatsfyrirtækjum sem eins og áður hóta ógurlegum skuldum með refsivöxtum verði niðurstaða dómstólsins óhagstæð. Þar byggja greiningarfyrirtækin á upplýsingum frá AGS, sem byggir á upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ljóst virðist að Icesave-grátkór álitsgjafa og fulltrúa ríkisstjórnarinnar mun hefja upp raust sína á ný. Þá er mikilvægt að rifja upp staðreyndir. EFTA-dómstóllinn dæmir hvorki um bætur né vexti, aðeins um það hvort brotið hafi verið á EES-reglum. Sé það niðurstaðan mun málið koma til kasta íslenskra stjórnvalda. Þar eru ýmsir kostir í boði, en mikilvægast er að stjórnvöld haldi ró sinni í þetta sinn og sýni að þau hafi lært af fyrri mistökum. Staðreynd málsins er sú að þrotabú Landsbankans hefur þegar greitt út rúmlega helming allra Icesave-innistæðnanna, eða nærri 70% lágmarkstryggingarinnar sem kröfur Breta og Hollendinga og EFTA-dómsmálið snúast um. Því munu Íslendingar aldrei þurfa að greiða „allar Icesave-innistæðurnar" eins og hræðsluáróðurinn fullyrðir. Einnig er ljóst að afgangurinn verður einnig greiddur úr þrotabúinu, svo að íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að ábyrgjast eina krónu af innistæðum á Icesave-reikningunum. Vilji Bretar og Hollendingar sækja vexti á kröfur sínar þurfa þeir að sýna fram á það fyrir íslenskum dómstólum að aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi valdið þeim tjóni. En staðreyndin er að neyðarlögin tryggðu þeim mun betri rétt en þeir hefðu annars haft. Einnig hafa þeir fengið kröfurnar greiddar mun hraðar út en Icesave-samningarnir gerðu ráð fyrir. Það er mikilvægt að umræða um Icesave-málið byggi á staðreyndum. Staðreyndirnar gefa Íslendingum ekki tilefni til að óttast niðurstöðu málsins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun