Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Reynir Ingibjartsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun