Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar