Óskynsamleg bankatillaga Finnur Sveinbjörnsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Hópur alþingismanna hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að endurskoða skipan bankastarfsemi í landinu með aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2013. Þetta er óskynsamleg tillaga.Hagur af alhliða bönkum Lögum samkvæmt eru íslenskir viðskiptabankar og sparisjóðir alhliða, þ.e. hafa heimild til að stunda bæði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Þetta er í samræmi við það sem tíðkast um alla Evrópu og víðast hvar annars staðar í heiminum. Með því að samtvinna þessa starfsemi geta bankarnir veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu en ella og samnýtt húsnæði, tölvukerfi og fjölmargt starfsfólk á báðum sviðum. Þessu fylgir hagræði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra.Áföll viðskiptabanka Ýmsir virðast telja að með því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestingarbankastarfsemi megi lágmarka eða jafnvel koma í veg fyrir áföll. Því fer fjarri. Ríkissjóður þurfti að leggja Útvegsbanka Íslands hf. (1987) og Landsbanka Íslands (1993) til verulega fjármuni vegna útlánataps þeirra. Mikið útlánatap kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðanna á Ólafsfirði (1997), Hornafirði (2001) og Siglufirði (2001) með aðstoð annarra sparisjóða. Tiltektin og uppgjörið eftir íslenska bankahrunið sýnir að óvarfærin útlánastarfsemi á þenslu- og útrásarárunum átti drjúgan þátt í falli banka og sparisjóða. Í Bandaríkjunum og Evrópu má nefna ýmis dæmi um hefðbundna viðskiptabanka sem stjórnvöld hafa þurft að bjarga í yfirstandandi fjármála- og efnahagskreppu.Reglur hafa verið hertar Hér á landi hafa þegar verið dregnir ýmsir lærdómar af bankahruninu. Þannig er bönkum nú beinlínis bannað að veita lán með veði í eigin hlutabréfum. Þá hafa reglur um lánveitingar til tengdra aðila verið hertar. Þar með er búið að bæta úr tveimur áberandi veikleikum í íslenskum bankareglum. Settar hafa verið stífari reglur um ýmsa þætti í starfsemi banka, þ.á m. kröfur um eigið fé og laust fé, stjórnarhætti og innra eftirlit (áhættustýringu, innri endurskoðun og regluvörslu). Loks hefur Fjármálaeftirlitið verið eflt þannig að virkara eftirlit er með bönkum en áður.Umdeilt erlendis Innan tæplega tveggja ára þurfa bandarískir bankar að hlíta umdeildum reglum um mörk milli tiltekinnar fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Í fyrra voru lagðar fram tillögur á Englandi sem miða að því sama. Fyrir nokkrum vikum voru lagðar fram tillögur í Evrópusambandinu. Hvergi er lagður til fullur aðskilnaður. Á öllum þessum svæðum eru skiptar skoðanir um það hvort þær reglur sem þegar hafa verið settar eða tillögur sem fram hafa komið séu skynsamlegar og nái yfirlýstum tilgangi sínum. Það er nefnilega hægara sagt en gert að draga markalínur milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. Á þenslu- og útrásarárunum fyrir bankahrunið töluðu sumir forkólfar íslensks viðskiptalífs niður til annarra Norðurlanda. Sagan hefur sýnt hversu hrokafullt þetta var. Lærum af þessu og lítum til þessara landa sem fyrirmynda í því að þróa bankakerfi. Og þar fer lítið fyrir umræðu um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka.Annað verkefni brýnna Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka er ekki mest aðkallandi verkefnið í íslenska bankakerfinu. Bankakerfið er of stórt. Afgreiðslustaðir eru of margir, tölvukostnaður of hár miðað við umfang viðskiptanna, stjórnunar- og eftirlitskostnaður sívaxandi og starfsfólk of margt. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Brýnasta verkefnið er því að leysa úr læðingi þá krafta sem duga til að umbylta bankakerfinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun