
Enn um skrautblóm SA
Einföld þríliða
Umkvörtun um talnaleiki ofar hans skilningi ber lítillæti hans vitni. Þar er þó á ferðinni einföld þríliða, sem við lærðum báðir í barnaskóla löngu áður en við lærðum hagfræði þar sem við beittum henni á mörgum sviðum svo sem við vísitölur og stöðlun talnaraða eins og gert var í grein minni og reyndar einnig í skýrsla SA. Ég benti einnig á heimildir um þær tölur sem til grundvallar liggja, þ.e. ríkisreikninga og fjárlagafrumvarp. Ég skil vel að Halldór ómaki sig ekki á því að fletta upp á staðreyndum og mun því senda honum þær sérstaklega þar sem þær eru of umfangsmiklar fyrir stutta grein.
Það verður hins vegar varla heimfært undir lítillæti að fella dóm, á grundvelli talna, sem dómarinn að eigin sögn skilur ekki, þess efnis að ég beri ekki skynbragð á hagnaðarþörf atvinnulífsins, sem grein mín snerti að litlu eða engu leyti. Þessi dómur er mér ekki þungbær og skiljanlegt að hátt sé reitt til höggs þar sem auk mín var öll ríkisstjórnin undir. Verð ég líklega að biðja hana afsökunar á að hafa valdið klámhöggi þessu.
Gerir mér upp skoðanir
Halldór gerir mér upp skoðanir svo sem um baráttu atvinnurekenda og launþega, að ég telji að það sé hlutverk stjórnvalda að færa „auðinn frá fjármagnseigendum til fólksins" svo og að ég telji að skattalækkanir séu útilokaðar. Ekkert af þessu kemur fram í grein minni.
Í grein minni var ég ekki að fjalla um skattlagningu atvinnurekstrar heldur þeirra sem hafa tekjur af fjármagnseign. SA hefur lengi barist fyrir persónulegum hagsmunum fjármagnseigenda undir því yfirskyni að um hagsmuni atvinnulífsins sé að ræða. Ég tel hins vegar það vera ósvinnu að skattlagning þessara einstaklinga sé með öðrum hætti en annarra þegna þjóðfélagsins. Mín orð gengu ekki út á það að taka af einhverjum „auðinn" heldur það að tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins beri sanngjarnan skerf af því sem þarf til að reka þjóðfélagið. Ég veit að Halldór veit eftir langt starf að ríkisfjármálum að sé einum hópi færðir 30 ma. kr. á silfurfati eins og tillögur SA fela í sér muni aðrir þurfa að greiða það eða skerða þarf þjónustu við þá.
Styðst ekki við nein rök
Það styðst ekki við nein rök að ég telji skattalækkanir útilokaðar. Ég benti á að á síðustu árum hefðu skattar verið lækkaðir hjá sumum en hækkaðir hjá öðrum. Það var afleiðing markvissrar stefnu, sem þegar mátti lesa um í Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum frá árinu 2009.
Þar kemur fram sá ásetningur að breyta skattkerfinu til meiri jöfnuðar og sanngirni um leið og ríkinu er aflað aukinna tekna með hóflegum breytingum, umhverfissköttum og því að þjóðin fái notið auðlinda sinna. Á þeim stoðum hvíla þær breytingar sem gerðar hafa verið. Gegn því berst SA. Komi til þess að skattalækkanir verði raunhæfar, t.d. þegar vaxtabyrðin af arfleifð hrunverjanna minnkar, er ekki eðlilegt að tekjuhæstu þjóðfélagshóparnir njóti forgangs vegna þess eins að þeir höfðu hann fyrir hrun heldur á að nota svigrúmið til að halda áfram að bæta stöðu lág- og miðtekjuhópa.
Reynsla annarra þjóða er einnig sú að með því sé best skotið stoðum undir hagvöxt.
Húsbóndahollusta
Það má stundum ætla að SA telji ríkisstjórnina ábyrga fyrir allri vá sem steðjað getur að þjóðinni nema e.t.v. eldgosum. Það er lofsvert að vera húsbóndahollur en er ekki nokkuð langt gengið að trúa því að tekjufall ríkis, fyrirtækja og heimila á árunum 2008 og 2009, hrun fjárfestinga og stóraukið atvinnuleysi á þeim árum og fleiri sem hruninu fylgdi hafi verið afleiðing af skattastefnu sem kom til framkvæmda 2010 og síðar? Ég á erfitt með að trúa því að Halldór skipi sér í hóp „svokallaðs-hruns"-verja og geri sér ekki grein fyrir því að um er að ræða afleiðingar af aðgerðum stjórnvalda fyrir hrun, sem m.a. skópu skattaumhverfi sem átti sinn þátt í því að fjármálamenn landsins, áhrifaaðilar innan SA, gátu kollsiglt þjóðarskútunni. Tillögur SA eru afturhvarf til þess tíma.
Skoðun

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar