Hvar má treysta orðum manna? Bjarni Gíslason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun