Bölmóður án tilefnis Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun