Nú sit ég við að svara póstum 24. nóvember 2012 10:00 Skemmtilegt verkefni í óléttunni segir Erna. Fréttablaðið/Stefán "Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld. Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld.
Lífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira