Spjalla, spila og árita vínylplötur á markaði 23. nóvember 2012 09:00 Vínylmarkaður Íslenskur vínylmarkaður fer fram á Kex hostel á morgun. Baldvin Esra Einarsson segir að mörgum tónlistarmönnum þyki vænt um vínylinn. fréttablaðið/stefán Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm Lífið Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslenskur vínylmarkaður fer fram í Kexi hosteli við Skúlagötu á morgun. Á markaðnum verður hægt að kaupa vínylplötur með íslenskri tónlist. Útgáfa vínylplata hefur stóraukist á síðustu árum og líklega hefur úrvalið aldrei verið glæsilegra en í ár. Því var ákveðið að blása til markaðar þar sem tónlistaráhugamönnum gefst kostur á að kaupa íslenska tónlist á vínyl. „Sala vínylplatna hefur aukist mjög undanfarin ár. Það er dýrara að gefa út vínylplötu en geisladisk en mörgum tónlistarmönnum þykir mjög vænt um vínylinn og vilja því líka gefa tónlist sína út á því formi. Mörgum þykir líka hljóðið úr vínyl skemmtilegra en úr geisladisk, enda er þetta ekki stafrænt og það skilar sér oft í meiri hlýleika og breidd í hljómnum," segir Baldvin Esra Einarsson, plötuútgefandi hjá Kimi Records. Plöturnar sem fást á markaðnum á morgun komu flestar út á þessu ári og eru eftir tónlistarmenn á borð við Snorra Helgason, Borko, Tilbury, Retro Stefson, Ojba Rasta, Ásgeir Trausta, Of Monsters and Men auk fjölda annarra. Tónlistarfólkið mun einnig troða upp og árita plöturnar sé þess óskað. „Snorri [Helgason] og Magnús [Trygvason Eliassen] áttu hugmyndina að þessu. Þeir vildu gera skemmtilegan dag úr þessu og hafa það huggulegt saman. Tónlistarfólkið verður á staðnum til að spila, spjalla og árita fyrir þá sem vilja," segir Baldvin. Markaðurinn hefst klukkan 13 og á sama tíma mun hljómsveitin Retro Stefson stíga á stokk.- sm
Lífið Tónlist Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira