Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun