Jóhönnuð atburðarás Sigríður Andersen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup?
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun