Stuðningsgrein: Árna Pál til forystu 7. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hún hefur verið í forystu undanfarin ár í tiltektinni eftir hrunið og á þessum erfiðu tímum hafa jafnaðarmenn sýnt og sannað að það skiptir máli hverjir stjórna. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagsmálum og skuldaaukningu ríkissjóðs hefur jafnaðarmönnum tekist að dreifa byrðunum og hlífa þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi. Nú þegar rofar til skiptir máli að jafnaðarmenn fái áframhaldandi umboð kjósenda til þess að byggja enn frekar upp sterkara samfélag. Pólitísk breidd Jafnaðarmannaflokkar hafa leitt uppbyggingu samfélags jafnaðar og réttlætis og á Norðurlöndum hafa þeir verið sterkastir. Jafnaðarmannaflokkar hafa mikla pólitíska breidd og rými fyrir ólík sjónarmið. Þannig vinna systurflokkar okkar á Norðurlöndunum og þannig á Samfylking jafnaðarmanna á Íslandi að vinna. Til þess að kjósendur sýni Samfylkingu jafnaðarmanna það traust að vera leiðandi flokkur í íslenskum stjórnmálum skiptir öflug forysta höfuðmáli. Hugmyndaríkur og áræðinn Við treystum Árna Páli Árnasyni best til þess að leiða Samfylkinguna til móts við nýja tíma. Hann er rétti maðurinn núna. Árni Páll talar til breiðs hóps kjósenda, hann er sannur jafnaðarmaður og heiðrar og virðir gildi jafnaðarstefnunnar. Árni Páll er hugmyndaríkur og áræðinn stjórnmálamaður, hefur skýra pólitíska sýn og hlustar á raddir fólksins bæði innan flokks og utan. Eiginleikar forystumanns Við sem erum í forystu hér í Kópavogi höfum átt góðan bandamann í Árna Páli þessi síðustu misseri bæði í meðbyr og mótbyr. Hann er duglegur að hitta félagsmenn á reglulegum fundum okkar og í ófá skipti hefur hann talað í okkur kjark þegar á brattann sækir. Árni Páll hefur þá eiginleika sem þarf til að prýða sterkan forystumann, að tala til félaga sinna og blása til sóknar af eldmóði þess sem talar fyrir góðum málstað. 1. Þingmaður SV-kjördæmis Árni Páll hefur verið í forystu í einu sterkasta vígi Samfylkingarinnar allt síðastliðið kjörtímabil. Hann leiddi jafnaðarmenn þegar þeir í fyrsta skipti í sögunni unnu 1. þingmann kjördæmisins. Árni Páll hefur tekist á við þau verkefni sem honum hafa verið falin af auðmýkt og þeirri elju og dugnaði sem einkennir hann. Hann fer óhræddur nýjar leiðir og stendur við erfiðar og umdeildar ákvarðanir án þess að falla í þá gryfju að kaupa sér vinsældir með röngum ákvörðunum. Það þarf nefnilega sterk bein til þess að standa við erfiðar ákvarðanir þótt nauðsynlegar séu. Þau sterku bein hefur Árni Páll. Árni Páll er maðurinn Um næstu helgi verður framvarðasveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi skipuð fyrir kosningarnar sem fram undan eru í vor. Kosningar þar sem þjóðin fær að velja á milli einangraðs eða opins samfélags. Heildarhagsmuna eða sérhagsmuna. Jafnaðar eða ójafnaðar. Árni Páll sem oddviti Suðvesturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar er maðurinn til að leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun