Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur. Vandinn við að setja slíkar reglur er hversu erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Því er skiljanleg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar. Horft til framtíðar án hindranaFyrr á þessu ári tók gildi ný byggingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerðar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka. Umræddar kröfur snúa að atriðum á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi. Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í meðförum þess, á þann hátt að stjórnvöldum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. Í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjónað notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þannig samfélag hljótum við öll að vilja. Sjálfbærni og hagkvæmniAuknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangrun bygginga muni ekki skila sér í lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur – óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjaldskrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upphitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endureinangra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr? Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna Íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglugerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundarhagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. Í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og sveppagróður í nýlegum byggingum sýna og sanna hversu dýrkeypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð. Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleikiEn hvað gagnast góðar fyrirætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessarar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdentagörðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis. Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla. Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mannvirkjastofnun hefur gert samanburð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjanleika. Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komnar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, heldur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mikilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vandað og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóðar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leikreglur. Vandinn við að setja slíkar reglur er hversu erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Því er skiljanleg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar. Horft til framtíðar án hindranaFyrr á þessu ári tók gildi ný byggingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerðar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka. Umræddar kröfur snúa að atriðum á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almennings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi. Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í meðförum þess, á þann hátt að stjórnvöldum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. Í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjónað notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þannig samfélag hljótum við öll að vilja. Sjálfbærni og hagkvæmniAuknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangrun bygginga muni ekki skila sér í lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur – óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjaldskrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upphitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endureinangra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr? Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna Íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglugerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundarhagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. Í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og sveppagróður í nýlegum byggingum sýna og sanna hversu dýrkeypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð. Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleikiEn hvað gagnast góðar fyrirætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessarar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdentagörðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis. Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla. Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mannvirkjastofnun hefur gert samanburð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjanleika. Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komnar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, heldur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mikilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vandað og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar