Hvers konar þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun