Leiðin krókótta Hjálmtýr Heiðdal skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur enn einn sjálfstæðismaðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra Íslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðarerindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari" „því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill". En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari" skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurningu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans". Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú staðreynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum Íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálfstæðisflokksins og því er hún ekki marktæk – þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftirfarandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum". Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu" hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóðfundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosningu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæstaréttar er á skjön við reglur réttarríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þúsundir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðanakönnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru andstæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mótast af mislukkaðri aðför sjálfstæðismanna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríður feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu". Hann er fastur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillögunum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tækifæri til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýðræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun