Hungurlúsin Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun