Skötuselur og "Gælugrjót“ Stefán Þór Helgason skrifar 31. október 2012 08:00 Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun