Við erum ekki ein Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 31. október 2012 08:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun