Launamerkið Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 30. október 2012 08:00 Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun