Skapandi greinar eru lóðið Össur Skarphéðinsson skrifar 26. október 2012 06:00 Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Gamla handboltahetjan Finnur Jóhannsson hjá True North tók mig eiginlega á tæknilegu rothöggi þegar hann kom til fundar við mig á sínum tíma. Hann afþakkaði sæti í ráðherrasófanum en skellti sér flötum beinum á gólfið. Þar hnyklaði hann tattóveraða vöðva og hélt innblásna ræðu um hversu ábatasamt og atvinnuskapandi það væri fyrir samfélagið að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ríkisstjórnin samþykkti í kjölfarið tillögu mína um að hækka endurgreiðslurnar um næstum helming. Þær fóru upp í 20%. Finnur reyndist hafa rétt fyrir sér og hver stórmyndin hefur síðan rekið aðra. Alltof fáir skilja gildi skapandi greina fyrir hagkerfið. Alltof margir líta á stuðning við þær sem lúxus, jafnvel óþarfa. Nægir að minna á árlega síbylju ónefndrar ungliðahreyfingar gamalgróins stjórnmálaflokks. Staðreyndin er samt sú, að kraftmikil lista- og menningartengd sköpun á Íslandi er orðin mikilvægur þáttur í verðmætaframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin, sem kennd er við 1. des., sýndi að nú starfa um tíu þúsund manns við það sem skilgreint er sem skapandi greinar á grundvelli aðferðafræði Unesco. Virðisaukaskattskyld velta þeirra er um 190 milljarðar á ársgrundvelli. Beinhörð útflutningsverðmæti eru 24 milljarðar króna. Það er álíka og loðnuvertíðin í fyrra, sem var þó býsna góð. Besta leiðin til að brjóta upp einhæfnina í alltof fábreyttu atvinnulífi Íslendinga er að efla skapandi greinar. Það þarf að örva þær með öflugu stuðningskerfi sem stenst því snúning sem aðrar greinar njóta. Það þarf „jafnræði atvinnugreina" þar sem skapandi iðja á kost á verkefnatengdum sjóðum eins og aðrar greinar til að örva frumkvæði einyrkja, og smáfyrirtæki sem dreymir um að stækka. Við þurfum meiri útflutning á vöru og þjónustu sem byggir á miðlun, hönnun, innsæi og ímyndunarafli – sem sagt alhliða sköpun. Í skapandi greinum dyljast mikil sóknarfæri inn í framtíðina. Við höfum horft fram hjá þeim of lengi. Nú þarf að nýta kröftugan efnahagsbata næstu ára til að búa þessum sóknargreinum jákvætt og örvandi umhverfi. Það er lóðið.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun