
Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku
Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum.
Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum.
Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009.
Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði.
Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum.
Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.
Skoðun

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar