Framsækinn Lundúnarappari 25. október 2012 16:00 Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi.
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“