Eina lífsvon alþingismanna Tryggvi Gíslason skrifar 23. október 2012 06:00 Grundvöllur að öllu mannlegu samstarfi og samskiptum er traust, hvort heldur er í fjölskyldu og hjónabandi, fyrirtæki, stofnunum eða samfélaginu sjálfu. Í samfélaginu er mikilsverðast af öllu að almenningur geti borið traust til grundvallarstofnana ríkisins; Alþingis, framkvæmdarvaldsins og dómstólanna. Þessu er því miður ekki að heilsa í íslenska þjóðfélaginu nú, þjóðfélagi sem státar sig af því að eiga elsta löggjafarþing í Evrópu og kom þegar á þjóðveldisöld á fót fullkomnara dómskerfi en nokkurt annað land í heiminum. Framkvæmdarvald var að vísu ekki til og eini embættismaður ríkisins var lögsögumaðurinn, sem „sagði upp lögin" og var í raun lifandi stjórnarskrá þjóðveldisins. Frá stofnun lýðveldis hefur átt að endurskoða stjórnarskrána frá 1944, sem að meginstofni er þýðing á DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920. Við hrunið 2008, sem á sér enga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveldisins, töldu margir að nú væri tími kominn til að endurskoða stjórnarskrána, ekki vegna þess að „danska" stjórnarskráin væri orsök hrunsins, heldur til að marka nýja stefnu – móta nýtt Ísland – eftir að í ljós kom glæpsamleg spilling í efnahagslífi og stjórnmálum landsins, spilling sem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Sundurlyndi stjórnmálaflokka, sem eru sjálfum sér sundurþykkir, og augljós fyrirlitning stjórnmálamanna – svo ekki sé sagt hatur þeirra hver á öðrum – hefur kynt ófriðarbál sem enn brennur með þjóðinni og hefur tafið endurbætur á stjórnkerfi landsins. Enn ríkir sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni, reiði og vonbrigði. Frumstæð umræða á opinberum vettvangi – ekki síst frumstæð og ómálefnaleg umræða á Alþingi – gerir þinginu ókleift að ráða fram úr aðkallandi verkefnum. Með nýrri stjórnarskrá – nýjum þjóðarsáttmála – má vænta þess að unnt verði að auka ábyrgð stjórnvalda, tryggja raunverulega þrískiptingu valds og endurreisa traust almennings á Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum. Þetta er eina von alþingismanna sem þeim gefst um langan tíma að efla traust almennings á Alþingi. Óskandi er að alþingismenn þekki sinn vitjunartíma, hætti að rífast og vindi sér í að ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland sem borin yrði undir atkvæði við alþingiskosningar næsta vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tryggvi Gíslason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Grundvöllur að öllu mannlegu samstarfi og samskiptum er traust, hvort heldur er í fjölskyldu og hjónabandi, fyrirtæki, stofnunum eða samfélaginu sjálfu. Í samfélaginu er mikilsverðast af öllu að almenningur geti borið traust til grundvallarstofnana ríkisins; Alþingis, framkvæmdarvaldsins og dómstólanna. Þessu er því miður ekki að heilsa í íslenska þjóðfélaginu nú, þjóðfélagi sem státar sig af því að eiga elsta löggjafarþing í Evrópu og kom þegar á þjóðveldisöld á fót fullkomnara dómskerfi en nokkurt annað land í heiminum. Framkvæmdarvald var að vísu ekki til og eini embættismaður ríkisins var lögsögumaðurinn, sem „sagði upp lögin" og var í raun lifandi stjórnarskrá þjóðveldisins. Frá stofnun lýðveldis hefur átt að endurskoða stjórnarskrána frá 1944, sem að meginstofni er þýðing á DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920. Við hrunið 2008, sem á sér enga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveldisins, töldu margir að nú væri tími kominn til að endurskoða stjórnarskrána, ekki vegna þess að „danska" stjórnarskráin væri orsök hrunsins, heldur til að marka nýja stefnu – móta nýtt Ísland – eftir að í ljós kom glæpsamleg spilling í efnahagslífi og stjórnmálum landsins, spilling sem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Sundurlyndi stjórnmálaflokka, sem eru sjálfum sér sundurþykkir, og augljós fyrirlitning stjórnmálamanna – svo ekki sé sagt hatur þeirra hver á öðrum – hefur kynt ófriðarbál sem enn brennur með þjóðinni og hefur tafið endurbætur á stjórnkerfi landsins. Enn ríkir sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni, reiði og vonbrigði. Frumstæð umræða á opinberum vettvangi – ekki síst frumstæð og ómálefnaleg umræða á Alþingi – gerir þinginu ókleift að ráða fram úr aðkallandi verkefnum. Með nýrri stjórnarskrá – nýjum þjóðarsáttmála – má vænta þess að unnt verði að auka ábyrgð stjórnvalda, tryggja raunverulega þrískiptingu valds og endurreisa traust almennings á Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum. Þetta er eina von alþingismanna sem þeim gefst um langan tíma að efla traust almennings á Alþingi. Óskandi er að alþingismenn þekki sinn vitjunartíma, hætti að rífast og vindi sér í að ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland sem borin yrði undir atkvæði við alþingiskosningar næsta vor.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar