Stefnum áfram en verum hvorki tapsár né sigurglöð Þorkell Helgason skrifar 23. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið er afstaðin. Þá hefst illu heilli hið íslenska karp um hver sigraði og hver tapaði. Sumir berja sér á brjóst og segja sinn málstað hafa sigrað, jafnvel sinn flokk, eða eru tapsárir og vilja ekki una þeim skilaboðum sem felast í úrslitum kosninganna. Mál er að slíku linni. Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki síst ef úrslitin eru borin saman við þá einu skoðanakönnun sem gerð var á undan atkvæðagreiðslunni. Það gerði MMR sl. vor og niðurstöðurnar voru nánast þær sömu og fengust á laugardaginn. T.d. voru 66,9% þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sammála því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að breyttri stjórnarskrá en hjá MMR var hlutfallið 66,1%. Munurinn er langt innan skekkjumarka. Í öðrum spurningum voru jáyrðin í skoðanakönnuninni nokkru eindregnari en þau voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni (þó var ekki marktækur munur í kirkjuspurningunni). Ekkert verður hér fullyrt en þó bendir þetta vart til annars en að þeir sem heima sátu hafi verið hinum sem greiddu atkvæði næsta sammála. Að mati undirritaðs voru skilaboð þjóðarinnar nógu skýr til að Alþingi getur nú lokið málinu „á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs" eins og 2/3 kjósenda vilja. En það þarf að halda vel á spöðunum. Breyta þarf kirkjuskipunarákvæðinu í tillögum stjórnlagaráðs, herða á lögfræðingahópnum sem er að yfirfara tillögurnar í heild, yfirfara hvað er réttmætt í umsögn lögmannafélagsins og kanna aðrar ábendingar um lagfæringar sem fram hafa komið og byggja á rökum en ekki skætingi. Það ætti líka að gaumgæfa hvað veldur því að í tveimur kjördæmum fékk spurningin um jafnt vægi atkvæða ekki meirihlutafylgi. Var það vegna þess að viðkomandi ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs eru óljós eða þeim ábótavant? Eða var það vegna þess að nokkrir þeir sem taldir eru sérfræðingar í lýðræðismálum misskildu ákvæðin á opinberum vettvangi? Þá þarf að upplýsa betur. Það er því mikið verkefni fram undan. Þar reynir á Alþingi og sérnefnd þess sem fjallar um stjórnarskrármál. Bera verður fullbúna endurskoðaða stjórnarskrá undir þjóðina undir lokin, helst samtímis þingkosningum að vori. Þá verður þátttaka meiri en var nú og keppikefli allra hlýtur að verða að þá náist ekki minni stuðningur við breytta stjórnarskrá en sl. laugardag. Við erum fámenn þjóð og verðum að ná sem mestri samstöðu um öll meginmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrármálið er afstaðin. Þá hefst illu heilli hið íslenska karp um hver sigraði og hver tapaði. Sumir berja sér á brjóst og segja sinn málstað hafa sigrað, jafnvel sinn flokk, eða eru tapsárir og vilja ekki una þeim skilaboðum sem felast í úrslitum kosninganna. Mál er að slíku linni. Þjóðaratkvæðagreiðslan sýnir ótrúlega mikla samstöðu þjóðarinnar ekki síst ef úrslitin eru borin saman við þá einu skoðanakönnun sem gerð var á undan atkvæðagreiðslunni. Það gerði MMR sl. vor og niðurstöðurnar voru nánast þær sömu og fengust á laugardaginn. T.d. voru 66,9% þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sammála því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að breyttri stjórnarskrá en hjá MMR var hlutfallið 66,1%. Munurinn er langt innan skekkjumarka. Í öðrum spurningum voru jáyrðin í skoðanakönnuninni nokkru eindregnari en þau voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni (þó var ekki marktækur munur í kirkjuspurningunni). Ekkert verður hér fullyrt en þó bendir þetta vart til annars en að þeir sem heima sátu hafi verið hinum sem greiddu atkvæði næsta sammála. Að mati undirritaðs voru skilaboð þjóðarinnar nógu skýr til að Alþingi getur nú lokið málinu „á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs" eins og 2/3 kjósenda vilja. En það þarf að halda vel á spöðunum. Breyta þarf kirkjuskipunarákvæðinu í tillögum stjórnlagaráðs, herða á lögfræðingahópnum sem er að yfirfara tillögurnar í heild, yfirfara hvað er réttmætt í umsögn lögmannafélagsins og kanna aðrar ábendingar um lagfæringar sem fram hafa komið og byggja á rökum en ekki skætingi. Það ætti líka að gaumgæfa hvað veldur því að í tveimur kjördæmum fékk spurningin um jafnt vægi atkvæða ekki meirihlutafylgi. Var það vegna þess að viðkomandi ákvæði í tillögum stjórnlagaráðs eru óljós eða þeim ábótavant? Eða var það vegna þess að nokkrir þeir sem taldir eru sérfræðingar í lýðræðismálum misskildu ákvæðin á opinberum vettvangi? Þá þarf að upplýsa betur. Það er því mikið verkefni fram undan. Þar reynir á Alþingi og sérnefnd þess sem fjallar um stjórnarskrármál. Bera verður fullbúna endurskoðaða stjórnarskrá undir þjóðina undir lokin, helst samtímis þingkosningum að vori. Þá verður þátttaka meiri en var nú og keppikefli allra hlýtur að verða að þá náist ekki minni stuðningur við breytta stjórnarskrá en sl. laugardag. Við erum fámenn þjóð og verðum að ná sem mestri samstöðu um öll meginmál.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun