Nýju fötin keisarans Heiðar Már Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun