Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar