
Svo margt sameiginlegt
Þessar spurningar krefjast skýrra og heiðarlegra svara því þær ná inn að innsta kjarna sambands okkar sem byggir á sameiginlegum og óhagganlegum grunni.
Til að byrja með þá deilum við sömu gildum. Samfélög okkar byggja á sömu grundvallarreglum um lýðræði og frelsi. Alþingi, elsta starfandi þing í heimi, er til marks um það. Ég einblíni á gildin vegna þess að þau móta sýn okkar á heiminn og viðbrögð okkar við hnattrænum áskorunum. Slíkar áskoranir, og viðbrögð við þeim, eru í síauknum mæli viðfangsefni bæði Íslands og ESB. Leyfið mér að orða það svona: Við erum eins og nágrannar sem búa hlið við hlið. Þrátt fyrir að stundum komi upp erjur erum við ávallt sammála í lykilmálum.
Við deilum ekki einungis sameiginlegum gildum, áhugamálum og áskorunum heldur einnig sameiginlegum lausnum. Efnahagur okkar er nátengdur: ESB er langstærsti viðskiptaaðili Íslands, en þrír fjórðungar af útflutningi Íslands fara til landa ESB. Þá eigum við sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar sjálfbæran sjávarútveg og málefni norðurslóða, sem gegna stöðugt mikilvægara hlutverki. Með aðild að Schengen-samkomulaginu njóta Íslendingar þess að ferðast án vegabréfs til flestra landa ESB. Ísland er öflugur og virkur þátttakandi í rannsóknum sem fjármagnaðar eru af ESB. Fleiri en 2.100 íslenskir nemar hafa tekið þátt í Erasmus skiptinemaáætluninni frá 2007. Og síðast en ekki síst eru lög okkar að ákveðnum hluta sameiginleg, þökk sé aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Því er að sjálfsögðu ekki að neita að ESB er í kreppu en ég efast þó ekki um að sambandið nái sér á strik. Erfiðleikar – hvort sem þeir eru af efnahagslegum, pólitískum eða náttúrulegum toga – eru staðreynd lífsins. Það þarf ekki að sannfæra ykkur um það, sem hafið nýverið upplifað og jafnað ykkur á efnahagslegum og náttúrulegum hamförum. Bæði Ísland og ESB munu þurfa að kljást við aðra erfiðleika í framtíðinni. Það að kljást við er í raun lykilatriði. ESB hefur í gegnum tíðina sýnt merkilega hæfni til aðlögunar og til að takast á við erfiðleika, og jafnvel komið út sterkari fyrir vikið. Þetta er nokkuð sem við sjáum gerast núna. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að takast á við núverandi ástand eru teknar að móta nýja, bætta, samhæfðari og sterkari Evrópu. Í framtíðinni munu Ísland og ESB takast á við nýjar hnattrænar áskoranir. Það er mat mitt að bæði Ísland og ESB verði betur í stakk búin að takast á við þessar áskoranir í sameiningu. Þið verðið í aðstöðu til að móta stefnumál hjá leiðandi viðskiptabandalagi á heimsvísu og þungavigtaraðila á alþjóða vettvangi. ESB mun einnig njóta góðs af frumkvöðlakrafti Íslendinga og hæfileika þeirra til að yfirstíga hindranir.
Þegar þið veltið fyrir ykkur framtíðarmöguleikum þá hvet ég ykkur eindregið til að horfa á það sem við eigum sameiginlegt, sér í lagi þegar samningar hafa náð mikilvægu stigi. Ég fagna þeirri opnu umræðu sem ég hef orðið vitni að hingað til og hvet alla Íslendinga til að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er fullviss um að undir lok viðræðna getum við kynnt samning sem tekur tillit til sérstöðu Íslands og tryggir grundvallarreglur ESB. Hann mun gera ykkur, íslensku þjóðinni, kleift að taka ákvörðun.
Greinin er birt í tilefni af útgáfu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland, 10. október 2012.
Skoðun

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar