

Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni
Árið 2008 var sett fram Stefna Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks 2008-2012. Formleg stefnumótun í málaflokki utangarðsfólks er nýlunda hér á landi. Við gerð þessarar stefnu var leitað til fagfólks, notenda þjónustunnar (þ.e. utangarðsfólks) og annarra hagsmunaaðila og málefni sett fram í samræmi við það. Á tímum hagræðingar í opinberum rekstri hefur Reykjavíkurborg hrint í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks og koma í veg fyrir útigang. Starfshópur, skipaður borgarfulltrúum og fagfólki, vinnur nú að gerð nýrrar stefnu. Helstu verkefni sem sett hafa verið á laggirnar eftir efnahagshrun:
n Árið 2008 voru tekin í notkun fjögur smáhýsi þar sem allt að átta einstaklingar geta búið. Verkefnastjóri í fullu stöðugildi er íbúum smáhýsa innan handar allan sólarhringinn.
n Dagsetur Hjálpræðishersins er athvarf sem opið er alla daga vikunnar. Þar er m.a. hreinlætisaðstaða, heit máltíð o.m.fl. Reykjavíkurborg kom að samstarfi vegna Dagseturs árið 2009 með stöðugildi félagsráðgjafa með aðsetur í Dagsetri. Félagsráðgjafinn sinnir félagsráðgjöf og byggir upp iðju fyrir utangarðsfólk.
n Haustið 2009 fór skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður af stað á vegum Rauða krossins. Um er að ræða sérútbúinn bíl með hjúkrunarfræðingum og fleiri sjálfboðaliðum og veitt er nálaskiptiþjónusta ásamt almennri hjúkrun og ráðgjöf fyrir vímuefnaneytendur. Frá janúar 2011 hefur Dagsetrið verið með nálaskiptiþjónustu í samstarfi við Frú Ragnheiði.
n Árið 2010 opnaði Reykjavíkurborg heimili fyrir fimm heimilislausar konur. Sólarhringsvakt er á heimilinu. Ÿ Í ársbyrjun 2012 tók Reykjavíkurborg yfir rekstur á stoðbýli fyrir átta tvígreinda karlmenn þ.e. þá sem eru greindir með geðsjúkdóm ásamt áfengis-og vímuefnafíkn. Íbúarnir eiga það sammerkt að hafa verið heimilislausir til langs tíma.
n Í maí 2012 jók Reykjavíkurborg stuðning sinn við Dagsetur með stöðugildi stuðningsfulltrúa og hálfu stöðugildi félagsráðgjafa.
n Á vormánuðum 2012 fór af stað tilraunaverkefnið Borgarverðir. Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir sérfræðingar frá Reykjavíkurborg og einn lögreglumaður aka um borgina á bíl og þjónusta utangarðsfólk með því t.d. að aka því til læknis, á meðferðarstofnanir, í viðtöl til félagsráðgjafa, í og úr Dagsetri, Konukoti og í Gistiskýlið o.fl.
Allt ofantalið er viðbót við þá þjónustu sem þegar var til staðar fyrir efnahagshrun. Þannig hefur Reykjavíkurborg rekið frá árinu 2007 heimili fyrir átta heimilislausa karlmenn. Samhjálp rekur Gistiskýlið við Þingholtsstræti samkvæmt samningi við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða (Reykjavíkurborg). Gistiskýlið getur veitt 20 karlmönnum næturgistingu og hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni þar vikulega viðveru. Rauði krossinn rekur Konukot samkvæmt sambærilegum samningi og þar hafa félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöðinni einnig vikulega viðveru. Konukot er með átta rúm fyrir næturskjól. Systur Móður Theresu bjóða utangarðsfólki (og öðrum) upp á morgunverð fimm daga vikunnar. Auk þessa styrkir borgin rekstur Kaffistofu Samhjálpar sem er opin alla daga vikunnar
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er þekkingarstöð um margbreytileika, þar undir fellur málaflokkur utangarðsfólks. Fjölmennt sérfræðingateymi fundar þar reglulega um stöðu einstaklinga og málaflokksins í heild. Starfræktur er Samráðshópur um málefni utangarðsfólks. Í Samráðshópnum sitja fulltrúar frá hinum ýmsu stofnunum og félagasamtökum sem öll sinna þjónustu við utangarðsfólk s.s. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum, Hjálpræðishernum, Hjálparstarfi kirkjunnar, Samhjálp, Fangelsismálastofnun, Geðsviði Landspítalans o.fl. Samráðshópurinn samanstendur af einstaklingum sem starfa á vettvangi með utangarðsfólki og hefur þá sérstöðu að geta komið með ábendingar um það sem betur má fara og hefur orðið eins konar málsvari heimilislausra t.d. hvað varðar pólitíska stefnumótun.
Það er því ljóst að málaflokkurinn er ekki afskiptur af borgaryfirvöldum né öðrum stofnunum og félagasamtökum. Miklum fjármunum er veitt ár hvert til að viðhalda og auka við þjónustu í málaflokki utangarðsfólks. Mikilvægt er, þegar verið er að fjalla um málaflokk utangarðsfólks, að fjölmiðlafólk sé meðvitað um hvaða þjónustu hið opinbera og önnur félagasamtök eru að veita til að koma í veg fyrir misskilning og/eða einhliða umfjöllun. Stór hópur sérfræðinga og fagfólks lætur sig málin varða og kappkostar við að veita utangarðsfólki góða þjónustu. Enginn dregur í efa neyð þeirra sem ekki eiga sér fastan samastað og við sem samfélag eigum að láta okkur málefni utangarðsfólks varða. Við eigum að vinna saman og því er mikilvægt að allar upplýsingar um fyrirliggjandi þjónustu séu upp á borðinu.
Skoðun

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar