Eru allir öryrkjar fatlaðir? Helga Björk Grétudóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun