Hvers vegna nýjan Álftanesveg? Pálmi Freyr Randversson skrifar 10. október 2012 00:00 Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er? Nýr Álftanesvegur, með tilheyrandi mislægum gatnamótum, hljóðmönum, vegöxlum, aðreinum, fráreinum og annarri vegagerð, verður tilbúinn í júlí 2014. Forsendur fyrir lagningu vegarins eru uppbygging Garðaholtsins og umferð 20.000 bíla á sólarhring árið 2024. Núna fara um það bil 4.000 bílar eftir Álftanesvegi á dag. Umferðarflæði er því ekki vandamálið. Umferðaröryggi er hins vegar ábótavant á núverandi vegi og vert að huga að. Þróunin í löndunum í kringum okkur og sömuleiðis innanlands undanfarin ár hefur verið á þá leið að draga frekar úr umferðarhraða og forðast hraðbrautaskipulag einmitt til að stuðla að bættu umferðaröryggi. Núverandi Álftanesvegur er tilvalinn til að þróa í þessa átt. Þrenging götunnar, styttri sjónlengdir, hraðahindranir, margar tegundir umferðar á sama svæði og almenn meðvitund ökumanna um að vera akandi í mannlegu umhverfi er að flestra mati sú lausn sem hentar. Hlutverk Vegagerðarinnar hefur hingað til ekki verið að kynna lausnir af þessu tagi. Vegagerðin heitir Vegagerðin af ástæðu. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda í Garðabæ að koma fram með fleiri möguleika og velta þeim upp með bæjarbúum. Hvernig væri að bíða eftir byggðinni og sjá hvernig tímarnir breytast? Ef til vill mun þéttari byggð skapa betri aðstæður fyrir góðar almenningssamgöngur. Kannski breytast líka forsendur fyrir sjálfri byggðinni í nánustu framtíð. Endurbættur Álftanesvegur í núverandi vegstæði gæti orðið mikilvæg borgargata í stað þess að vera jaðarvegur til hraðaksturs sem klýfur byggðina frá hrauninu og sjónum. Þannig mistök er verið að leiðrétta í öðrum borgum og er tækifæri fyrir Garðabæ til að læra af reynslu annarra í þessu tilliti. Munum að Vegagerðin bíður með skóflurnar en Garðabær fer með skipulagsvaldið. Þetta snýst um í hvernig bæ við viljum búa.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar