
Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar
Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa.
Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt.
Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna.
Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum.
Skoðun

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Hljóð og mynd íslenskra varna
Arnór Sigurjónsson skrifar

Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar