Sáttahönd í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 10. október 2012 00:00 Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun