Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar 10. október 2012 00:00 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um. MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Í viðauka með MiFID-tilskipuninni er skilgreind sú starfsemi fjármálafyrirtækja í verðbréfaþjónustu sem fellur undir gildissvið hennar. Yfirlit yfir þá starfsemi er einnig að finna í 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Meðal þeirrar starfsemi sem lögin kveða á um að teljist til verðbréfaviðskipta er móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, viðskipti með fjármálagerninga fyrir eigin reikning, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. Markmið MiFID-tilskipunarinnar er að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra með fjármálagerninga. Til að ná því markmiði eru lagðar ýmsar skyldur á fjármálafyrirtæki sem sinna verðbréfaviðskiptum fyrir viðskiptavini sína, svo sem við framkvæmd fyrirmæla um kaup eða sölu á fjármálagerningi eða vegna eignastýringar. Í slíkum tilvikum þurfa fjármálafyrirtæki meðal annars að gæta þess að hagsmunaárekstrar skaði ekki hagsmuni viðskiptavina sinna, meta þekkingu og reynslu þeirra og tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir þá með tilliti til verðs, kostnaðar og hraða viðskipta. Hvorki í MiFID-tilskipuninni né í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um skyldur fjármálafyrirtækja, sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta, í tengslum við hefðbundna lánastarfsemi, þ.m.t. lánveitingar til húsnæðiskaupa, og verður því að telja að verulegur vafi ríki um að slík starfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Sem dæmi verður ekki séð að viðskiptavinur sem fær umsókn um verðtryggt húsnæðislán samþykkta hjá viðskiptabanka og gefur í kjölfarið út veðskuldabréf, þar sem hann gengst í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu og setur fasteign sína að veði, hafi þar með stundað verðbréfaviðskipti í fyrrnefndum skilningi MiFID-tilskipunarinnar og verðbréfaviðskiptalaganna. Við þetta bætist að í svörum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við spurningum um ýmis ákvæði MiFID-tilskipunarinnar er beinlínis kveðið á um að fasteignaveðlán og önnur veðlán (e. mortgage) og veiting þeirra falli ekki undir gildissvið tilskipunarinnar (sjá hér: http://ec.europa.eu/internal_market/securities/docs/isd/questions/questions_en.pdf). Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna. Skoðanir sem koma fram í greininni eru skoðanir höfunda og þurfa ekki að endurspegla skoðun Fjármálaeftirlitsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun