Hvað er í húfi 20. október? Skúli Helgason skrifar 10. október 2012 00:00 Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun